Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 21:00 Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30