Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 21:00 Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30