Byggðasöfn og brauð Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun