Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:37 Kevin Spacey hefur átt í vök að verjast frá því í nóvember síðastliðnum. Vísir/Getty Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni. Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30