Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 13:35 James Comey hefur verið repúblikani nær alla ævi en segist ekki lengur vera það. Fyrrum félagar hans ætla sér að vega harðlega að trúverðugleika hans. Vísir/AFP Forysta Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum ætlar sér að lýsa James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem lygara í fjölmiðlastríði sem þeir ætla að há þegar bók Comey kemur út í næstu viku. Sjónvarpsmaður sem tók viðtal við Comey segir að hann muni líkja Donald Trump forseta við mafíuforingja. Bókar Comey hefur verið beðið með mikill eftirvæntingu. Búist er við því að í henni muni hann varpa nýju ljósi á samskipti sín við Trump áður en forsetinn rak hann í maí í fyrra. Comey hefur sagt þingnefnd að Trump hafi krafið hann um hollustu og beðið hann um að láta rannsókn á bandamönnum sínum falla niður. Á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú er hvort að Trump hafi með því að reka Comey gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Í fyrstu var meðferð Comey á rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra opinber ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri hans. Skömmu síðar viðurkenndi Trump í sjónvarpsviðtali að ástæðan hefði verið Rússarannsókn FBI. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ við rússneska erindreka í Hvíta húsinu daginn eftir að hann rak hann. Brottreksturinn hefði létt miklum þrýstingi af honum vegna rannsóknarinnar. Eins og venjan er fer Comey í fjölda viðtala til að kynna bókina þar sem hann mun að öllum líkindum tala um samskiptin við Trump. Í stiklu fyrir viðtal á ABC-sjónvarpsstöðinni er látið í það skína að Comey hafi líkt forsetanum við mafíósa. Það viðtal verður birt á sunnudagskvöld.Uppnefna hann „Lyga-Comey“ Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar hins vegar ekki að sitja auðum höndum og leyfa Comey að eiga sviðið einn. Hún hefur undirbúið herferð til að mæta frásögn fyrrverandi FBI-mannsins sem er raunar sjálfur repúblikani til margra ára. Markmiðið er að grafa undan trúverðugleika hans. Þannig segir Washington Post að landsnefndin ætli að opna nýja vefsíðu þar sem fyrrverandi forstjórinn verður uppnefndur „Lyga-Comey“. [e. Lyin‘ Comey]. Þar er meðal annars vísað til ummæla demókrata um Comey eftir að hann opnaði rannsókn á Hillary Clinton aðeins rúmri viku fyrir kjördag árið 2016. Ekkert nýtt kom fram við rannsóknina sem var lokað skömmu síðar. Margir demókratar telja að þetta hafi verið banabiti framboðs Clinton. Repúblikanar ætla ekki að láta þar við liggja heldur ætla þeir að dæla út stafrænum auglýsingum og vera með viðbragðsteymi sem fylgist með fjölmiðlaviðtölum Comey til að bregðast strax við fullyrðingum hans.CNN-fréttastöðin segir jafnframt að flokksmenn muni fá senda minnispunkta um sem þeir eiga að styðjast við þegar þeir bregðast við orðum Comey. Hvíta húsið er sagt hafa lagt blessun sína yfir áætlun landsnefndarinnar. „Kynningarferð James B. Comey er eigingjörn tilraun til þess að græða pening og að bæta eigin ímynd. Ef Comey vill sviðsljósið aftur þá munum við tryggja að bandaríska þjóðin skilji hvers vegna hann getur aðeins sjálfum sér um kennt að hann er algerlega rúinn trúverðugleika,“ segir Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins. Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Hún kemur út á þriðjudag og er þegar á lista söluhæstu bóka hjá netverslunarrisanum Amazon. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Forysta Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum ætlar sér að lýsa James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem lygara í fjölmiðlastríði sem þeir ætla að há þegar bók Comey kemur út í næstu viku. Sjónvarpsmaður sem tók viðtal við Comey segir að hann muni líkja Donald Trump forseta við mafíuforingja. Bókar Comey hefur verið beðið með mikill eftirvæntingu. Búist er við því að í henni muni hann varpa nýju ljósi á samskipti sín við Trump áður en forsetinn rak hann í maí í fyrra. Comey hefur sagt þingnefnd að Trump hafi krafið hann um hollustu og beðið hann um að láta rannsókn á bandamönnum sínum falla niður. Á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú er hvort að Trump hafi með því að reka Comey gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Í fyrstu var meðferð Comey á rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra opinber ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri hans. Skömmu síðar viðurkenndi Trump í sjónvarpsviðtali að ástæðan hefði verið Rússarannsókn FBI. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ við rússneska erindreka í Hvíta húsinu daginn eftir að hann rak hann. Brottreksturinn hefði létt miklum þrýstingi af honum vegna rannsóknarinnar. Eins og venjan er fer Comey í fjölda viðtala til að kynna bókina þar sem hann mun að öllum líkindum tala um samskiptin við Trump. Í stiklu fyrir viðtal á ABC-sjónvarpsstöðinni er látið í það skína að Comey hafi líkt forsetanum við mafíósa. Það viðtal verður birt á sunnudagskvöld.Uppnefna hann „Lyga-Comey“ Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar hins vegar ekki að sitja auðum höndum og leyfa Comey að eiga sviðið einn. Hún hefur undirbúið herferð til að mæta frásögn fyrrverandi FBI-mannsins sem er raunar sjálfur repúblikani til margra ára. Markmiðið er að grafa undan trúverðugleika hans. Þannig segir Washington Post að landsnefndin ætli að opna nýja vefsíðu þar sem fyrrverandi forstjórinn verður uppnefndur „Lyga-Comey“. [e. Lyin‘ Comey]. Þar er meðal annars vísað til ummæla demókrata um Comey eftir að hann opnaði rannsókn á Hillary Clinton aðeins rúmri viku fyrir kjördag árið 2016. Ekkert nýtt kom fram við rannsóknina sem var lokað skömmu síðar. Margir demókratar telja að þetta hafi verið banabiti framboðs Clinton. Repúblikanar ætla ekki að láta þar við liggja heldur ætla þeir að dæla út stafrænum auglýsingum og vera með viðbragðsteymi sem fylgist með fjölmiðlaviðtölum Comey til að bregðast strax við fullyrðingum hans.CNN-fréttastöðin segir jafnframt að flokksmenn muni fá senda minnispunkta um sem þeir eiga að styðjast við þegar þeir bregðast við orðum Comey. Hvíta húsið er sagt hafa lagt blessun sína yfir áætlun landsnefndarinnar. „Kynningarferð James B. Comey er eigingjörn tilraun til þess að græða pening og að bæta eigin ímynd. Ef Comey vill sviðsljósið aftur þá munum við tryggja að bandaríska þjóðin skilji hvers vegna hann getur aðeins sjálfum sér um kennt að hann er algerlega rúinn trúverðugleika,“ segir Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins. Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Hún kemur út á þriðjudag og er þegar á lista söluhæstu bóka hjá netverslunarrisanum Amazon.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43