Framlög til velferðarmála aukin um tugi milljarða á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 18:30 Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira