Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 21:00 Einungis sjö föst rými eru á gjörgæsludeild Landspítalans og eru þau alltaf fullnýtt að sögn yfirlæknis. Vísir Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira