Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 19:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/hanna Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00