Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 21:16 Einar Birkir segir að ákvörðunin um að hætta í flokknum hafi verið tekin að ígrunduðu máli og eftir langan aðdraganda. Vísir/Vilhelm Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira