Um krónuvanda Svía Ingimundur Gíslason skrifar 13. apríl 2018 07:00 Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar