Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 13:21 Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð. Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð.
Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira