Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 17:35 Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. vísir/vilhelm Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15