Íslendingi bjargað úr sjávarháska undan ströndum Noregs Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 22:33 Sigurður Hjaltested var á veiðum á bátnum sínum Nero undan ströndum norska bæjarins Mehamn þegar ógæfan dundi yfir. Google Maps. „Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
„Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira