Fjórföldun skógræktar sé arðbær fjárfesting Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Aðalsteinn Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira