Innlent

Fótboltaglápið endaði á borði lögreglu

Kjartan Kjartansson skrifar
Hann var greinilega spennandi knattspyrnuleikurinn sem var á dagskránni í gærkvöldi. Myndin er sviðsett.
Hann var greinilega spennandi knattspyrnuleikurinn sem var á dagskránni í gærkvöldi. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty
Svo mikil voru öskrin og lætin sem bárust frá húsi við Tjarnargötu í Reykjavík í gærkvöldi að þau voru tilkynnt til lögreglu. Ekkert misjafnt var þó á ferðinni en í ljós kom að fólkið var að horfa á fótboltaleik.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að töluvert hafi verið tilkynnt um hávaða í heimahúsum víða í borginni í gærkvöldi. Einnig hafi verið mikið að gera í almennum ölvunarútköllum.

Klukkan þrjú tuttugu var maður handtekinn vegna líkamsárásar en ekki er vitað um meiðsl fórnarlambsins. Um svipað leyti var tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað í miðborginni. Meintur gerandi var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Í gærkvöldi var tilkynnt um konu sem féll af hestbaki. Hún var flutt á bráðamóttöku en ekki er vitað um meiðsl hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×