Einar Andri: Guðjón L var búinn að fletta þessu upp í reglubókinni sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2018 18:09 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. vísir/eyþór „Við byrjuðum af krafti og spiluðum vel. Við lögðum allt í þetta en FH-ingar eru sterkari en við líkt og í síðasta leik og í vetur. Við töpuðum bara fyrir betra liði og þurfum að horfast í augu við það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH í dag sem sendi Mosfellinga í sumarfrí. Undir lok leiksins átti sér stað sérstakt atvik þar sem leikmenn Aftureldingar voru of margir inni á vellinum og fengu fyrir það brottvísun. Einar Andri var ekki allskostar sáttur og uppskar aðra brottvísun frá eftirlitsmanninum, Guðjóni L. Sigurðssyni. „Ég var ekkert að kvarta í dómurunum. Það var vitlaus skipting og leikmaðurinn sem fattaði það hleypur út af og það er aðal varnarmaðurinn í liðinu sem við viljum hafa inni á vellinum.“ „Yfirleitt þegar of margir eru inná fær bekkurinn að velja hver fer út en Guðjón L. Sigurðsson var búinn að lesa þetta allt út og fletta upp í reglubókinni sinni og fann þetta út,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar mættu til leiks fyrir tímabilið með vel mannað lið sem búist var við töluvert miklu af en staðreyndin er sú að þeir eru komnir í sumarfrí eftir tap í 8-liða úrslitum. „Þetta eru virkileg vonbrigði, við ætluðum okkur stærri hluti. Við byrjuðum tímabilið illa en lékum síðan vel á löngum kafla og náðum að koma okkur í þokkalega stöðu í deildinni. Við erum búnir að vera með mannskapinn okkar í nokkrar vikur í þokkalegu standi og höfðum trú á að við gætum spilað betur.“ „FH-ingar voru einfaldlega betri og við þurfum að horfast í augu við það. Það má hrósa þeim og óska þeim góðs gengis í framhaldinu,“ sagði Einar Andri að lokum og bætti við að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti og spiluðum vel. Við lögðum allt í þetta en FH-ingar eru sterkari en við líkt og í síðasta leik og í vetur. Við töpuðum bara fyrir betra liði og þurfum að horfast í augu við það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH í dag sem sendi Mosfellinga í sumarfrí. Undir lok leiksins átti sér stað sérstakt atvik þar sem leikmenn Aftureldingar voru of margir inni á vellinum og fengu fyrir það brottvísun. Einar Andri var ekki allskostar sáttur og uppskar aðra brottvísun frá eftirlitsmanninum, Guðjóni L. Sigurðssyni. „Ég var ekkert að kvarta í dómurunum. Það var vitlaus skipting og leikmaðurinn sem fattaði það hleypur út af og það er aðal varnarmaðurinn í liðinu sem við viljum hafa inni á vellinum.“ „Yfirleitt þegar of margir eru inná fær bekkurinn að velja hver fer út en Guðjón L. Sigurðsson var búinn að lesa þetta allt út og fletta upp í reglubókinni sinni og fann þetta út,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar mættu til leiks fyrir tímabilið með vel mannað lið sem búist var við töluvert miklu af en staðreyndin er sú að þeir eru komnir í sumarfrí eftir tap í 8-liða úrslitum. „Þetta eru virkileg vonbrigði, við ætluðum okkur stærri hluti. Við byrjuðum tímabilið illa en lékum síðan vel á löngum kafla og náðum að koma okkur í þokkalega stöðu í deildinni. Við erum búnir að vera með mannskapinn okkar í nokkrar vikur í þokkalegu standi og höfðum trú á að við gætum spilað betur.“ „FH-ingar voru einfaldlega betri og við þurfum að horfast í augu við það. Það má hrósa þeim og óska þeim góðs gengis í framhaldinu,“ sagði Einar Andri að lokum og bætti við að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15