Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:15 Leikmenn ÍBV fagna fyrr á tímabilinu. Magnús er fyrir miðri mynd, númer fjögur. vísir/valli „Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.” Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.”
Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira