Að bjarga heiminum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:00 Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun