Að bjarga heiminum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:00 Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun