Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Í Lýðháskólanum á Flateyri verður sérstök áhersla lögð á að kynnast og læra á náttúru Vestfjarða. Lýðháskólinn á Flateyri Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00