Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira