Miðasölufyrirtæki sendir FIFA tóninn í sambandi við miða á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:30 Þú þarft að vera með svokallað "Fan ID“ til að komast á leiki á HM og það færðu aðeins með því að kaupa miða í gegnum FIFA. Vísir/EPA Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira