Miðasölufyrirtæki sendir FIFA tóninn í sambandi við miða á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:30 Þú þarft að vera með svokallað "Fan ID“ til að komast á leiki á HM og það færðu aðeins með því að kaupa miða í gegnum FIFA. Vísir/EPA Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira