Frumkvöðlar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar