Ferðalangarnir þakklátir eftir hrakfarirnar í Botnsfjalli Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 07:03 Dayne Stone og Michael Hughes komust í hann krappan á Íslandi um helgina. Facebook Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15