Ferðalangarnir þakklátir eftir hrakfarirnar í Botnsfjalli Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 07:03 Dayne Stone og Michael Hughes komust í hann krappan á Íslandi um helgina. Facebook Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15