Ferðalangarnir þakklátir eftir hrakfarirnar í Botnsfjalli Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 07:03 Dayne Stone og Michael Hughes komust í hann krappan á Íslandi um helgina. Facebook Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15