Uppreisnarmaðurinn með dramatíska slaghamarinn Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Milos Forman missti foreldra sína í klær nasista og hrökklaðist undan sovéskum skriðdrekum til Bandaríkjanna þannig að ekki þarf að koma á óvart að andóf gegn kerfinu og kúgun sé leiðarstef í höfundarverki hans. NORDICPHOTOS/GETTY Milos Forman var 86 ára þegar hann lést í Bandaríkjunum 13. apríl. Hann fæddist í Tékkóslóvakíu 1932. Í seinni heimsstyrjöldinni lentu foreldrar hans í klóm nasista, grunaðir um að vera í andspyrnuhreyfingunni. Faðir hans lést í Buchenvald-fangabúðum og móðir hans í Auschwitz. Sem kvikmyndagerðarmaður í heimalandinu mótaði hann sinn persónulega, gamansama stíl en þegar sovéskir skriðdrekar komu til þess að drepa niður vorið í Prag 1968 forðaði hann sér til Bandaríkjanna. Þar haslaði hann sér völl og öðlaðist heimsfrægð ekki síst fyrir kvikmyndirnar One Flew Over the Cuckoo’s Nest frá 1975 og Amadeus frá 1984. Gaukshreiðrið gerði hann eftir samnefndri skáldsögu Kens Kesey. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun og þar á meðal fékk Forman styttu fyrir leikstjórn. Níu árum síðar, 1984, gerði hann svo stormandi lukku með Amadeus en sú mynd landaði átta Óskarsverðlaunum og skilað honum sjálfum sinni annarri styttu fyrir leikstjórn. Í millitíðinni hafði hann meðal annars kvikmyndað söngleikinn Hárið, 1979.Uppreisnin fyrirferðamikil Segja má að rauði þráðurinn í höfundarverki Formans sé uppreisn og andóf gegn kerfinu og aðalpersónur mynda hans eru ósjaldan vandræðamenn sem spyrna fótum gegn ofurefli, kúgun og ritskoðun. Í fljótu bragði eiga þeir R.P. McMurphy úr Gaukshreiðrinu, Wolfgang Amadeus Mozart, Larry Flynt, útgefandi klámblaðsins Hustler, og grínarinn Andy Kaufman ekki margt sameiginlegt. Þeir eru þó allir lykilpersónur í myndum eftir Forman og allir buðu þeir kerfinu eða viðteknum gildum birginn á einn eða annan hátt. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptré.is, hefur lengi verið einlægur aðdáandi Formans og mynda hans og þóttist hafa himin höndum tekið þegar hann hitti leikstjórann í eigin persónu á Íslandi 2009. Þá var Forman hingað kominn sem heiðursgestur RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, og tók við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar.Ásgrímur Sverrisson var uppnuminn þegar hann hitti Forman í eigin persónu á Íslandi 2009. Mynd/Vera Sölvadóttir„Gaukshreiðrið er náttúrlega fyrsta myndin eftir hann sem maður kynntist ungur að árum,“ segir Ásgrímur. „Ég sá hana á unglingsárunum, sennilega nokkrum árum eftir að hún kom út. Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir því þá að þarna lifðum við gullöld kvikmynda, sérstaklega Hollywood-kvikmynda,“ segir Ásgrímur. „Þetta var bara ein af þessum myndum sem höfðu rosalega djúp áhrif á mann. Sagan er mjög áhrifarík, Jack Nicholson náttúrlega í essinu sínu og hún Loise Fletcher í einhverjum stórkostlegum karakter sem maður skildi einhvern veginn að væri bæði illur en samt einhvern veginn að gera það sem var rétt. Og svo er auðvitað Amadeus, mynd sem ég dýrka og dái. Þar er ég í félagi við vin minn Friðrik Erlingsson. Við elskum þessa mynd fram og til baka. Þetta er náttúrlega saga um sköpunarkraftinn, vangavelturnar um hver maður er og hvaða erindi maður á. Þetta kristallast svo fallega í þessari mynd. Og þá helst í Salieri og Mozart.“Dramatíski slagkrafturinn „Myndin er ekki um Mozart, sem slíkan og ævi hans. Hún er um tónlistina hans og hvernig hún hafði áhrif á bæði líf hans og annarra. Sem er náttúrlega frábær leið til þess að nálgast einhverja svona merkilega sögupersónu, því það er yfirleitt koss dauðans þegar menn gerast of nákvæmir í þessari ævisagnasmíð og fara að hanga yfir einhverjum leiðinda staðreyndum þannig að úr verða leiðindi sem eiga kannski að spanna eitthvert vítt tímabil en þá vantar dramatískan slagkraft. Þannig að þú getur nú rétt ímyndað þér hversu stórkostlegt það var þegar hann dúkkar hér upp og ég er beðinn um að sjá um meistaraspjallið með honum. Ég var algjörlega bergnuminn og svo var hann bara hinn almennilegasti,“ segir Ásgrímur um Forman sem var ákaflega notalegur í viðkynningu. „Alveg slakur.“ „Bæði Gaukshreiðrið og Amadeus eru svo risastórar myndir í sögunni. Gaukshreiðrið er með stærstu seventís-myndunum og Amadeus með eftirminnilegustu eitís-myndunum,“ segir Ásgrímur og víkur síðan að uppreisnarandanum í verkum Formans. „Það má finna ádeilu á kúgun og ritskoðun í velflestum myndum hans. Hann er alltaf að taka fyrir lið sem er í uppreisn eða andófi gegn kerfinu. Það nær alveg frá Tékkóslóvakíuárunum. Síðasta myndin sem hann gerði í Tékkó, Fireman’s Ball, hverfist um þetta og auðvitað Gaukshreiðrið. Svo má segja að Amadeus sé þessu marki brennd líka. Mozart er í mikilli andstöðu og mótþróa við kerfið. Síðan má nefna Man on the Moon, Andy Kaufman-myndina, og myndina um Larry Flynt. Þetta er engin tilviljun og er mjög áberandi í hans myndum. Kannski ekki öllum en hann fjallaði oft um andófsmenn. Uppreisnarmenn. Og þá sem vilja fara aðrar leiðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikstjóri Gaukshreiðursins allur Milos Forman var 86 ára þegar hann lést. Hann hlaut tvisvar Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn. 14. apríl 2018 09:03 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Milos Forman var 86 ára þegar hann lést í Bandaríkjunum 13. apríl. Hann fæddist í Tékkóslóvakíu 1932. Í seinni heimsstyrjöldinni lentu foreldrar hans í klóm nasista, grunaðir um að vera í andspyrnuhreyfingunni. Faðir hans lést í Buchenvald-fangabúðum og móðir hans í Auschwitz. Sem kvikmyndagerðarmaður í heimalandinu mótaði hann sinn persónulega, gamansama stíl en þegar sovéskir skriðdrekar komu til þess að drepa niður vorið í Prag 1968 forðaði hann sér til Bandaríkjanna. Þar haslaði hann sér völl og öðlaðist heimsfrægð ekki síst fyrir kvikmyndirnar One Flew Over the Cuckoo’s Nest frá 1975 og Amadeus frá 1984. Gaukshreiðrið gerði hann eftir samnefndri skáldsögu Kens Kesey. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun og þar á meðal fékk Forman styttu fyrir leikstjórn. Níu árum síðar, 1984, gerði hann svo stormandi lukku með Amadeus en sú mynd landaði átta Óskarsverðlaunum og skilað honum sjálfum sinni annarri styttu fyrir leikstjórn. Í millitíðinni hafði hann meðal annars kvikmyndað söngleikinn Hárið, 1979.Uppreisnin fyrirferðamikil Segja má að rauði þráðurinn í höfundarverki Formans sé uppreisn og andóf gegn kerfinu og aðalpersónur mynda hans eru ósjaldan vandræðamenn sem spyrna fótum gegn ofurefli, kúgun og ritskoðun. Í fljótu bragði eiga þeir R.P. McMurphy úr Gaukshreiðrinu, Wolfgang Amadeus Mozart, Larry Flynt, útgefandi klámblaðsins Hustler, og grínarinn Andy Kaufman ekki margt sameiginlegt. Þeir eru þó allir lykilpersónur í myndum eftir Forman og allir buðu þeir kerfinu eða viðteknum gildum birginn á einn eða annan hátt. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptré.is, hefur lengi verið einlægur aðdáandi Formans og mynda hans og þóttist hafa himin höndum tekið þegar hann hitti leikstjórann í eigin persónu á Íslandi 2009. Þá var Forman hingað kominn sem heiðursgestur RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, og tók við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar.Ásgrímur Sverrisson var uppnuminn þegar hann hitti Forman í eigin persónu á Íslandi 2009. Mynd/Vera Sölvadóttir„Gaukshreiðrið er náttúrlega fyrsta myndin eftir hann sem maður kynntist ungur að árum,“ segir Ásgrímur. „Ég sá hana á unglingsárunum, sennilega nokkrum árum eftir að hún kom út. Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir því þá að þarna lifðum við gullöld kvikmynda, sérstaklega Hollywood-kvikmynda,“ segir Ásgrímur. „Þetta var bara ein af þessum myndum sem höfðu rosalega djúp áhrif á mann. Sagan er mjög áhrifarík, Jack Nicholson náttúrlega í essinu sínu og hún Loise Fletcher í einhverjum stórkostlegum karakter sem maður skildi einhvern veginn að væri bæði illur en samt einhvern veginn að gera það sem var rétt. Og svo er auðvitað Amadeus, mynd sem ég dýrka og dái. Þar er ég í félagi við vin minn Friðrik Erlingsson. Við elskum þessa mynd fram og til baka. Þetta er náttúrlega saga um sköpunarkraftinn, vangavelturnar um hver maður er og hvaða erindi maður á. Þetta kristallast svo fallega í þessari mynd. Og þá helst í Salieri og Mozart.“Dramatíski slagkrafturinn „Myndin er ekki um Mozart, sem slíkan og ævi hans. Hún er um tónlistina hans og hvernig hún hafði áhrif á bæði líf hans og annarra. Sem er náttúrlega frábær leið til þess að nálgast einhverja svona merkilega sögupersónu, því það er yfirleitt koss dauðans þegar menn gerast of nákvæmir í þessari ævisagnasmíð og fara að hanga yfir einhverjum leiðinda staðreyndum þannig að úr verða leiðindi sem eiga kannski að spanna eitthvert vítt tímabil en þá vantar dramatískan slagkraft. Þannig að þú getur nú rétt ímyndað þér hversu stórkostlegt það var þegar hann dúkkar hér upp og ég er beðinn um að sjá um meistaraspjallið með honum. Ég var algjörlega bergnuminn og svo var hann bara hinn almennilegasti,“ segir Ásgrímur um Forman sem var ákaflega notalegur í viðkynningu. „Alveg slakur.“ „Bæði Gaukshreiðrið og Amadeus eru svo risastórar myndir í sögunni. Gaukshreiðrið er með stærstu seventís-myndunum og Amadeus með eftirminnilegustu eitís-myndunum,“ segir Ásgrímur og víkur síðan að uppreisnarandanum í verkum Formans. „Það má finna ádeilu á kúgun og ritskoðun í velflestum myndum hans. Hann er alltaf að taka fyrir lið sem er í uppreisn eða andófi gegn kerfinu. Það nær alveg frá Tékkóslóvakíuárunum. Síðasta myndin sem hann gerði í Tékkó, Fireman’s Ball, hverfist um þetta og auðvitað Gaukshreiðrið. Svo má segja að Amadeus sé þessu marki brennd líka. Mozart er í mikilli andstöðu og mótþróa við kerfið. Síðan má nefna Man on the Moon, Andy Kaufman-myndina, og myndina um Larry Flynt. Þetta er engin tilviljun og er mjög áberandi í hans myndum. Kannski ekki öllum en hann fjallaði oft um andófsmenn. Uppreisnarmenn. Og þá sem vilja fara aðrar leiðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikstjóri Gaukshreiðursins allur Milos Forman var 86 ára þegar hann lést. Hann hlaut tvisvar Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn. 14. apríl 2018 09:03 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Leikstjóri Gaukshreiðursins allur Milos Forman var 86 ára þegar hann lést. Hann hlaut tvisvar Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn. 14. apríl 2018 09:03