17 ára fluttur á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 08:05 Lögreglan sinnti fjölda verkefna í gær og nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira