Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 19:00 Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira