Vill að herinn standi vörð við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent