Lífið

Sonja orðin yfirmaður Nökkva í Áttunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sonja Valdin lofar bombum frá sér í sumar. Melkorka mun einbeita sér að sínum miðlum og starfa á Áttan.is.
Sonja Valdin lofar bombum frá sér í sumar. Melkorka mun einbeita sér að sínum miðlum og starfa á Áttan.is.
„Bara láta ykkur vita þá er ég líka hætt í Áttunni. Heyrðuð það fyrst hér,“ segir Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir í færslu á Twitter. Hún hefur verið í samfélagsmiðlahópnum Áttan síðustu mánuði.

Í gær greindi Vísir frá því að Sonja Valdin væri hætt í Áttunni. Báðar hafa þær vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum Áttunnar.

„Sonja er að stíga út úr Áttunni og er að fara gera þvílíkt öfluga hluti á sínum miðlum,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar.

„Áttan byggir sig þannig upp að ungt fólk fær stökkpall til að koma sér á framfæri og svo þegar það hefur náð því þá getur það farið yfir á sína miðla og gert allt sem því dettur í hug,“ segir Nökkvi sem mun starfa sem umboðsmaður fyrir miðla Sonju. Hún er meðal annars vinsæl á Snapchat.

„Ég er því bara orðinn starfsmaður hennar. Ég var yfirmaður Sonju í Áttunni en er í dag orðinn starfsmaður hennar. Hún er að fara droppa bombum í sumar en vill samt hafa hljótt um það eins og staðan er núna,“ segir Nökkvi léttur.

Nökkvi segir að brotthvarf Melkorku sé af sömu ástæðum.

„Það kemur inn nýr hópur í sumar og munum við finna nýtt fólk í apríl. Melkorka heldur áfram að skrifa inn á Áttan.is og Konni (innsk: Konráð Gunnar Gottliebsson) okkar er ritstjóri þeirrar síður. Við höldum alveg áfram að vinna á sama staðnum.“


Tengdar fréttir

Sonja hætt í Áttunni

"Sonja stígur til hliðar,“ segir í tilkynningu frá samfélagsmiðlahópnum Áttunni í stöðufærslu en þar segir að Snapchat-stjarna Sonja Valdin sé hætt í Áttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×