Afgangur næsta árs áfram fastur í gólfum fjármálastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 20:18 Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Í umræðunni er fjármálaáætlun og fjármálastefnu stundum blandað saman en þetta er sitt hvor hluturinn. Fjármálastefna er stefna ríkisstjórnarinnar um markmið í opinberum fjármálum sem gildir til fimm ára og er lögð fram eins fljótt og verða má eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Þar er lýst markmiðum um afkomu sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjármálaáætlun gildir líka til fimm ára en er endurskoðuð árlega og felur í sér greiningu á stöðu efnahagsmála, nánari sundurliðun á markmiðum fjármálastefnu í krónum og umfjöllun um hvernig markmiðunum verði náð. Áætlunin sem kynnt er í dag gerir ráð fyrir að fjárfestingar í innviðum aukist um 13 milljarða króna á næsta ári og nái hámarki árið 2021. Ríkisstjórnin segir að fjárfesting í því sem hún fellir undir innviði muni nema 338 milljörðum króna á tímabilinu 2019-2023. „Í fyrsta lagi endurspeglar þetta þær áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmálanum, sem er það sem þessi ríkisstjórn var mynduð um, sem er uppbygging samfélagslegra innviða og að tryggja að sú efnahagslega hagsæld sem hefur verið hér á landi á undanförnum árum skili sér í þágu almennings í landinu. Svo vil ég nefna að við erum að horfa sérstaklega til umhverfismála, annars vegar náttúruverndar og það að byggja hér upp innviði þeirra náttúruperla sem eru í umsjón ríkisins þar sem er mikil þörf. Og svo auðvitað fjármögnun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að aukning ríkisútgjalda að raungildi nemi 5 prósentum milli áranna 2018 og 2019 sé miðað við fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs. Þess má geta að raunvöxtur útgjalda ríkisins milli áranna 2016 og 2017 var 8,5 prósent sem var talsvert hátt í sögulegu samhengi. „Tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað“ Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangurinn á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári sem er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. „Það er bara nokkuð góður afgangur því mið alveg halda fram að tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað. En þegar við horfum á stóru myndina og þær áherslur sem við höfum verið að fylgja undanfarin ár með gríðarlegum uppgreiðslum skulda og hvernig skuldahlutföll ríkisins eru að breytast þá tel ég að við séum hér með ríkisfjármálaáætlun sem stenst öll viðmið opinberra fjármála,“ segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt lögum um opinber fjármál þarf svokallaður heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil ávallt að vera jákvæður og árlegur halli má aldrei fara yfir 2,5 prósent. En samkvæmt lögunum þarf fjármálaáætlunin að fylgja fjármálastefnunni. Stefnan gerir ráð fyrir 1 prósents afgangi. Eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi í álitsgerð sinni um fjármálaáætlun 2018-2022 var að afgangurinn væri aðeins 1 prósent. „Afkoma hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er föst í gólfum fjármálastefnunnar á svo til öllu áætlunartímabilinu og á næsta ári nær áætlunin ekki markmiði um heildarafkomu hins opinbera. Slíkt eykur ekki trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála,“ segir í álitsgerðinni. Þarna var ráðið að benda á að afgangurinn var eins lítill og ríkisstjórnin gat komist upp með ef hún ætlaði að fylgja fjármálastefnunni enda þarf fjármálaáætlun að vera í samræmi við samþykkta fjármálastefnu samkvæmt lögum um opinber fjármál. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið mark á þessari gagnrýni fjármálaráðs eða ekki talið sig þurfa að bregðast við henni því afgangur næsta árs verður áfram fastur við gólf fjármálastefnunnar. Þetta var eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi. Að afgangurinn væri við gólf fjármálastefnunnar. Þarf ekki lítið út af að bregða í hagvaxtarspánni svo staðan breytist til hins verra fyrir ríkissjóð? „Það myndi þá kalla á viðbrögð frá stjórnvöldum. Ef hagvaxtarspár breytast til hins verra þá kallar það á að við bregðumst við með viðeigandi hætti. En eins og sakir standa eru horfurnar nokkuð góðar. Bæði í ríkisfjármálunum almennt en einnig hvað varðar hagspána inn í framtíðina,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Alþingi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Í umræðunni er fjármálaáætlun og fjármálastefnu stundum blandað saman en þetta er sitt hvor hluturinn. Fjármálastefna er stefna ríkisstjórnarinnar um markmið í opinberum fjármálum sem gildir til fimm ára og er lögð fram eins fljótt og verða má eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Þar er lýst markmiðum um afkomu sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjármálaáætlun gildir líka til fimm ára en er endurskoðuð árlega og felur í sér greiningu á stöðu efnahagsmála, nánari sundurliðun á markmiðum fjármálastefnu í krónum og umfjöllun um hvernig markmiðunum verði náð. Áætlunin sem kynnt er í dag gerir ráð fyrir að fjárfestingar í innviðum aukist um 13 milljarða króna á næsta ári og nái hámarki árið 2021. Ríkisstjórnin segir að fjárfesting í því sem hún fellir undir innviði muni nema 338 milljörðum króna á tímabilinu 2019-2023. „Í fyrsta lagi endurspeglar þetta þær áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmálanum, sem er það sem þessi ríkisstjórn var mynduð um, sem er uppbygging samfélagslegra innviða og að tryggja að sú efnahagslega hagsæld sem hefur verið hér á landi á undanförnum árum skili sér í þágu almennings í landinu. Svo vil ég nefna að við erum að horfa sérstaklega til umhverfismála, annars vegar náttúruverndar og það að byggja hér upp innviði þeirra náttúruperla sem eru í umsjón ríkisins þar sem er mikil þörf. Og svo auðvitað fjármögnun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að aukning ríkisútgjalda að raungildi nemi 5 prósentum milli áranna 2018 og 2019 sé miðað við fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs. Þess má geta að raunvöxtur útgjalda ríkisins milli áranna 2016 og 2017 var 8,5 prósent sem var talsvert hátt í sögulegu samhengi. „Tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað“ Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangurinn á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári sem er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. „Það er bara nokkuð góður afgangur því mið alveg halda fram að tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað. En þegar við horfum á stóru myndina og þær áherslur sem við höfum verið að fylgja undanfarin ár með gríðarlegum uppgreiðslum skulda og hvernig skuldahlutföll ríkisins eru að breytast þá tel ég að við séum hér með ríkisfjármálaáætlun sem stenst öll viðmið opinberra fjármála,“ segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt lögum um opinber fjármál þarf svokallaður heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil ávallt að vera jákvæður og árlegur halli má aldrei fara yfir 2,5 prósent. En samkvæmt lögunum þarf fjármálaáætlunin að fylgja fjármálastefnunni. Stefnan gerir ráð fyrir 1 prósents afgangi. Eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi í álitsgerð sinni um fjármálaáætlun 2018-2022 var að afgangurinn væri aðeins 1 prósent. „Afkoma hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er föst í gólfum fjármálastefnunnar á svo til öllu áætlunartímabilinu og á næsta ári nær áætlunin ekki markmiði um heildarafkomu hins opinbera. Slíkt eykur ekki trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála,“ segir í álitsgerðinni. Þarna var ráðið að benda á að afgangurinn var eins lítill og ríkisstjórnin gat komist upp með ef hún ætlaði að fylgja fjármálastefnunni enda þarf fjármálaáætlun að vera í samræmi við samþykkta fjármálastefnu samkvæmt lögum um opinber fjármál. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið mark á þessari gagnrýni fjármálaráðs eða ekki talið sig þurfa að bregðast við henni því afgangur næsta árs verður áfram fastur við gólf fjármálastefnunnar. Þetta var eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi. Að afgangurinn væri við gólf fjármálastefnunnar. Þarf ekki lítið út af að bregða í hagvaxtarspánni svo staðan breytist til hins verra fyrir ríkissjóð? „Það myndi þá kalla á viðbrögð frá stjórnvöldum. Ef hagvaxtarspár breytast til hins verra þá kallar það á að við bregðumst við með viðeigandi hætti. En eins og sakir standa eru horfurnar nokkuð góðar. Bæði í ríkisfjármálunum almennt en einnig hvað varðar hagspána inn í framtíðina,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Alþingi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira