Viðskipti innlent

LBI vann ellefu dómsmál

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
LBI heldur utan um eignir gamla Landsbankans
LBI heldur utan um eignir gamla Landsbankans Vísir/Rósa
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku öllum kröfum fyrrverandi eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkssjóðum Landsvaka í ellefu prófmálum sem höfðuð voru á hendur eignarhaldsfélaginu LBI.

Alls voru 223 mál af þessum toga höfðuð gegn LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, en ákveðið var að reka ellefu prófmál.



Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LBI.
Stefnendur í málunum áttu hlutdeildarskírteini í sjóðum Landsvaka og töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmætra og saknæmra vinnubragða fyrrverandi starfsmanna félagsins.

Héraðsdómur taldi að fram væru komnar vísbendingar, sönnunargögn og veigamikil rök sem hníga að því að gamli Landsbankinn hefði í sýslan sinni um dótturfélag sitt, Landsvaka, gengið fram með þeim hætti að almennt myndi teljast saknæmt.

Hins vegar var talið að stefnendur hefðu ekki sýnt fram á að þeir hefðu beinlínis orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Var kröfunum því hafnað. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×