Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Farið verður yfir tillögu um afnám banns við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum á næstunni. Sitt sýnist hverjum. Vísir/ERNIR „Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00