Þingmönnum boðið að rækta núvitundina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2018 06:15 Núvitund í Alþingishúsinu? Hví ekki? Tvö verkefni Núvitundarsetursins voru meðal þeirra 169 sem fengu úthlutaða styrki úr Lýðheilsusjóði. Annað verkefnið er rannsóknarverkefni sem snýr að innleiðingu núvitundar í grunnskóla en hitt varðar núvitund á Alþingi. „Innleiðingin hófst í þrjá skóla, samkvæmt bresku módeli, nú í upphafi árs. Styrkurinn er hugsaður til að vinna tveggja ára rannsókn á því hvaða áhrif núvitundin hafði á kennara og nemendur,“ segir Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu. Verkefnið er unnið í samræmi við lýðheilsustefnu og í samstarfi við Landlæknisembættið. Innleiðing núvitundar á Alþingi byggir einnig á bresku módeli en þingmönnum á Bretlandi bauðst fyrir fimm árum námskeið í núvitund. „Í kjölfar þess upplifðu þeir mikil jákvæð áhrif. Aukna vellíðan, betri athygli, minni streitu og skýrari hugsun,“ segir Anna Dóra. Svo ánægðir voru bresku þingmennirnir með núvitundina að stofnuð var nefnd innan þingsins um verkefnið. Stóð hún meðal annars fyrir ráðstefnu um efnið fyrir þingmenn annarra landa. Tveir íslenskir þingmenn sóttu ráðstefnuna ásamt Önnu. „Breski þingmaðurinn Chris Ruane bauðst til þess að koma hingað til lands og kynna núvitund fyrir þingmönnum. Einnig mun þeim standa til boða sambærilegt námskeið í haust og er styrkurinn veittur til þess,“ segir Anna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Tvö verkefni Núvitundarsetursins voru meðal þeirra 169 sem fengu úthlutaða styrki úr Lýðheilsusjóði. Annað verkefnið er rannsóknarverkefni sem snýr að innleiðingu núvitundar í grunnskóla en hitt varðar núvitund á Alþingi. „Innleiðingin hófst í þrjá skóla, samkvæmt bresku módeli, nú í upphafi árs. Styrkurinn er hugsaður til að vinna tveggja ára rannsókn á því hvaða áhrif núvitundin hafði á kennara og nemendur,“ segir Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu. Verkefnið er unnið í samræmi við lýðheilsustefnu og í samstarfi við Landlæknisembættið. Innleiðing núvitundar á Alþingi byggir einnig á bresku módeli en þingmönnum á Bretlandi bauðst fyrir fimm árum námskeið í núvitund. „Í kjölfar þess upplifðu þeir mikil jákvæð áhrif. Aukna vellíðan, betri athygli, minni streitu og skýrari hugsun,“ segir Anna Dóra. Svo ánægðir voru bresku þingmennirnir með núvitundina að stofnuð var nefnd innan þingsins um verkefnið. Stóð hún meðal annars fyrir ráðstefnu um efnið fyrir þingmenn annarra landa. Tveir íslenskir þingmenn sóttu ráðstefnuna ásamt Önnu. „Breski þingmaðurinn Chris Ruane bauðst til þess að koma hingað til lands og kynna núvitund fyrir þingmönnum. Einnig mun þeim standa til boða sambærilegt námskeið í haust og er styrkurinn veittur til þess,“ segir Anna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira