Óábyrg í ljósi spádóma Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM „Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00