Á hálum ís Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun