Tuttugasta tímabilið hjá Dirk endaði snemma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 23:30 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er komin í „sumarfrí“ frá NBA-deildinni í körfubolta en hann mun ekki spila fleiri leiki með Dallas Mavericks á leiktíðinni. Nowitzki ákvað að fara í aðgerð á vinstri ökkla til að auka líkurnar á að hann geti komið aftur á næsta tímabili. Það yrði tímabil númer 21 hjá honum í NBA. Dallas Mavericks hefur aðeins unnið 24 af 79 leikjum sínum á tímabilinu og á ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Þrír síðustu leikirnir verða á móti Detroit Pistons, Philadelphia 76ers og Phoenix Suns.League sources say Dirk Nowitzki opted for season-ending surgery today on his left ankle to enhance his chances of returning for a 21st season and to get the earliest possible start on rehab. Link to @nytimes coverage: https://t.co/jI8ka3ISFR — Marc Stein (@TheSteinLine) April 5, 2018 Dirk Nowitzki heldur upp á fertugsafmælið sitt um miðjan júní í sumar en hann hefur spilað með liði Dallas Mavericks frá árinu 1998. Nowitzki lék 77 leiki með liðinu á þessu tímabili og var með 12,0 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik. Hann hitti úr 45,6 prósent skota utan af velli og 89,8 prósent vítanna. Dirk Nowitzki skoraði 1,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik á þessu tímabili sem er hæsta meðaltal hans í þristum síðan tímabilið 2002 til 2003. Dirk var þá með 1,9 þriggja stiga körfur að meðaltali. 40,9 prósent þriggja stiga nýting Dirk Nowitzki var líka hans besta síðan 2012-13 tímabilið. Karlinn var því sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna á sínu tuttugasta tímabili. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er komin í „sumarfrí“ frá NBA-deildinni í körfubolta en hann mun ekki spila fleiri leiki með Dallas Mavericks á leiktíðinni. Nowitzki ákvað að fara í aðgerð á vinstri ökkla til að auka líkurnar á að hann geti komið aftur á næsta tímabili. Það yrði tímabil númer 21 hjá honum í NBA. Dallas Mavericks hefur aðeins unnið 24 af 79 leikjum sínum á tímabilinu og á ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Þrír síðustu leikirnir verða á móti Detroit Pistons, Philadelphia 76ers og Phoenix Suns.League sources say Dirk Nowitzki opted for season-ending surgery today on his left ankle to enhance his chances of returning for a 21st season and to get the earliest possible start on rehab. Link to @nytimes coverage: https://t.co/jI8ka3ISFR — Marc Stein (@TheSteinLine) April 5, 2018 Dirk Nowitzki heldur upp á fertugsafmælið sitt um miðjan júní í sumar en hann hefur spilað með liði Dallas Mavericks frá árinu 1998. Nowitzki lék 77 leiki með liðinu á þessu tímabili og var með 12,0 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik. Hann hitti úr 45,6 prósent skota utan af velli og 89,8 prósent vítanna. Dirk Nowitzki skoraði 1,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik á þessu tímabili sem er hæsta meðaltal hans í þristum síðan tímabilið 2002 til 2003. Dirk var þá með 1,9 þriggja stiga körfur að meðaltali. 40,9 prósent þriggja stiga nýting Dirk Nowitzki var líka hans besta síðan 2012-13 tímabilið. Karlinn var því sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna á sínu tuttugasta tímabili.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira