Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Rolf Løvland segir við Verdens Gang að álitamálið um Your Raise Me Up hafi verið útkljáð honum í hag hjá höfundarréttarsamtökum ytra. Vísir/AFP Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15