Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Rolf Løvland segir við Verdens Gang að álitamálið um Your Raise Me Up hafi verið útkljáð honum í hag hjá höfundarréttarsamtökum ytra. Vísir/AFP Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15