Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:22 Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06