Fósturafi í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu. Dómsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu.
Dómsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira