Vilja nýta dúkkurnar í starfi með einhverfum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 20:00 Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum. Börnin á leikskólanum Laugasól voru flest bláklædd í dag líkt og margir aðrir enda var blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag. Dagurinn er hluti af átakinu Blár apríl þar sem markmiðið er að auka þekkingu fólks á einhverfu. Formaður styrktarfélagsins segir einhverfu eiga sér margar birtingarmyndir. „Þetta er afskaplega ólíkt milli einstaklinga og við viljum fyrst og fermst að fólk geri sér grein fyrir því hvað einhverfa er, hversu mismunandi hún er, að fólk sé opið fyrir því að fólk sé alls konar og að það sé bara í góðu lagi," segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður styrktarfélagsins Blár apríl. Nýsköpunarfyrirtækið RóRó afhenti átta leikskólum fjörtíu Lúlla dúkkur í dag en skólarnir voru valdir í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisin og tekið var mið af því hvaða leikskólar eru með hæsta hlutfallið af börnum með einhverfu. Fær hvert barn sína eigin dúkku til að hafa á leikskólanum eða heima. „Við höfum fengið sögur af því að þetta hjálpi þeim að komast í ró og festa svefn en rannsóknir sýna að mörg börn einhverfu eiga erfitt með það," segir Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi RóRó. „Svo eru margir sem eiga kannski í erfiðleikum með snertingu við fólk en hafa samt snertiþörf og finnst gott að snerta mjúka hluti," segir hún. Fyrirtækið mun síðan leita viðbragða. „Við höfum fengið mikið af sögum hvernig þetta nýtist börnum heima fyrir og nú erum við forvitin að sjá hvernig þetta getur nýst í aðstæðum inni á leikskólaum og vonandi getum við haldið áfram með það verkefni," segir Eyrún. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum. Börnin á leikskólanum Laugasól voru flest bláklædd í dag líkt og margir aðrir enda var blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag. Dagurinn er hluti af átakinu Blár apríl þar sem markmiðið er að auka þekkingu fólks á einhverfu. Formaður styrktarfélagsins segir einhverfu eiga sér margar birtingarmyndir. „Þetta er afskaplega ólíkt milli einstaklinga og við viljum fyrst og fermst að fólk geri sér grein fyrir því hvað einhverfa er, hversu mismunandi hún er, að fólk sé opið fyrir því að fólk sé alls konar og að það sé bara í góðu lagi," segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður styrktarfélagsins Blár apríl. Nýsköpunarfyrirtækið RóRó afhenti átta leikskólum fjörtíu Lúlla dúkkur í dag en skólarnir voru valdir í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisin og tekið var mið af því hvaða leikskólar eru með hæsta hlutfallið af börnum með einhverfu. Fær hvert barn sína eigin dúkku til að hafa á leikskólanum eða heima. „Við höfum fengið sögur af því að þetta hjálpi þeim að komast í ró og festa svefn en rannsóknir sýna að mörg börn einhverfu eiga erfitt með það," segir Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi RóRó. „Svo eru margir sem eiga kannski í erfiðleikum með snertingu við fólk en hafa samt snertiþörf og finnst gott að snerta mjúka hluti," segir hún. Fyrirtækið mun síðan leita viðbragða. „Við höfum fengið mikið af sögum hvernig þetta nýtist börnum heima fyrir og nú erum við forvitin að sjá hvernig þetta getur nýst í aðstæðum inni á leikskólaum og vonandi getum við haldið áfram með það verkefni," segir Eyrún.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira