Ætlar aftur að sleppa kvöldverði með blaðamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 19:39 Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira