Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. apríl 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Stefán Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn. Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58