Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. apríl 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Stefán Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn. Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58