Mótmælin hófust í gær og munu standa yfir í sex vikur. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Palestínu hafa nú þegar fimm fallið og 350 verið særðir af völdum Ísraelshers. Ísraelski herinn sagði mótmælendurna skapa óeirðir og að einstaklingarnir sem féllu höfðu verið meðal þeirra sem áttu upptökin að uppþotinu.
Talsmaður ísraelska hersins sagði í færslu á Twitter-aðgangi sínum að um 17.000 Palestínumenn stæðu nú við landamærin og að herinn myndi bregðast við mótmælunum ef þess gerist þörf.
Update: 17,000 Palestinians are rioting in 5 locations along the Gaza Strip security fence. The rioters are rolling burning tires and hurling firebombs & rocks at the security fence & IDF troops, who are responding w riot dispersal means and firing towards main instigators
— IDF (@IDFSpokesperson) March 30, 2018
Samkvæmt yfirvöldum í Palestínu var Omar Samour, 27 ára bóndi, drepinn af völdum skriðdreka á vegum ísraelska hersins áður en mótmælin hófust og að annar maður hafi slasast. Vitni segja mennina hafa verið að tína kryddjurtir þegar atvikið varð.
Hamas-liðar saka Ísraela um að hafa drepið bóndann til að ógna Palestínumönnum og fá þá til að falla frá mótmælaaðgerðunum.