Segir starfsemi og regluverk helst minna á villta vestrið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:30 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“