Segir starfsemi og regluverk helst minna á villta vestrið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:30 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52