Í fararbroddi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar